fimmtudagur, september 07, 2006

sæl öll sömul

Úbbs!
Ég var búin að gleyma þessari síðu. Ég er byrjuð að vinna í Selásskóla og er að vinna 100%. Þetta er þvílíkur munur að vera vinna, en það reynir svoldið á taugar og þol. Einhverjum datt í hug að setja mig hjá 6 ára krökkunum, og þá aðallega að gæta stráks sem er með einhverjar greiningar á bakinu, m.a. er hann með áráttu og svo er hann oft í örðum heimi t.d. í dag borðaði hann kóngulær og blóm. Svo er ég að byrja í skólanum á morgun, ég verð þar á morgun og á laugardag, en svo tekur við fjarnám. Úff ég er að taka 4 fög, heimilið verður bara að bíða á meðan og þið fáið bara bónuskökur og ekkert heimatilbúin á meðan. Benni snillingur átti að fara að sofa í gær, hann var svo furðulega þægur, hann burstaði og fór að lesa og slökti ljósin,,,, hmmm án þess að kvarta eitthvað… en svo fór ég inná klósett og sá hár út um allt!!!! Ég fór inn til Benna og þá var hann með buff á hausnum, ég tók það af og þá var hann búin að klippa sig !!!!!aaarrrrgg. Ég var að snoða hann í dag og núna er hann eins og Sverrir :) Við vorum líka að kaupa bíl, það er Chrysler, town and counrty 7 manna bíll, með sjónvarpi og öllum nýjustu tækni undrum. Ég get sett spólu í tækið og krakkarnir horfa á með þráðlausum heyrnatólum!!! (draumur allra foreldra)
Bless í bili
Igga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home