laugardagur, september 09, 2006

Helgin

Jæja þá er þessi törn búin. Ég fór í skólann í gær og í dag og var til 5 báða dagana. Það gekk vel ég held að ég þurfi svona trukk til að byrja og komast inn í þetta. Hafþór og Olga björguðu okkur í gær með pössun. Sverrir er búin að vera á kvöldvöktum þessa helgin og er þá að vinna frá half 5 til 5 og ekki gat ég farið að vekja hann til að vera með krakkana í morgun og varð að fá Kristjönu vinkonu mína til að koma og vera til hádegis. En þegar ég kom heim var Brynhildur voðalega dösuð, og hún slappaðist þegar fór að líða á, og er núna með 39 stiga hita og er búin að sofa meira og minna síðan kl 6 í dag. Hún vaknar reyndar á 10mín fresti á orginu en hættir svo þegar ég kem og kem við hana (móðursjúk). Strákarnir eru hressir, reyndar fékk Ásbjörn í magann eftir að hafa stolist í nammiskápinn í dag. Svo er planið á morgun að reyna komast í afmæli til Sölva, ég vona að Brynhildur komist nú eitthvað. Annars verð ég að senda strákana (líka Sverri), og þá fæ ég enga köku :(
Bless í bili
Igga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home