miðvikudagur, september 20, 2006

Mikið að gera á stóru heimili

Brynhildur er búin að vera veik síðan á mánudag. Ég svosum vissi að hún yrði veik eftir réttirnar, því strákarnir urðu alltaf veikir eftir réttir. En ég fór í vinnu í dag, síðan áttti ég eftir að sækja liðið (Sverri líka), og þegar við vorum að renna í hlað hér heima var klukkan orðin 5 og þá þurfti ég að bruna með Ásbjörn á sundæfingu. Og við komum heim um half sjö. Þetta er fj... mikið, en ég læt mig hafa það (vildi samt geta fengið mér öl svona þegar börnin sofna:)). Núna er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna í 2 tíma að læra og ég er farin að bulla. Ég held að ég skelli mér í bólið.
Góða nótt
Igga

1 Comments:

At 22 september, 2006 23:49, Anonymous Nafnlaus said...

Engin furða að þið skylduð bruna framhjá mér þar sem ég var að tína ber í garði ókunnugrar konu í götunni!
Þetta er mikið meðan á því stendur, en tengdamamma segir alltaf "þessi ár eru svo fljót að líða"!
Sjáumst um helgina, kíkið við og hafið kerru með ykkur sem rúmar eina þvottavél, eitt barnarúm og einn barnavagn!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home