sunnudagur, september 24, 2006

Helgin

Það á að vera kósý (eins og Ásbjörn segir) heilgi hjá okkur Binnu. En núna er Sunnudagur, Sverrir var að vinna kvöldvakt í gær og aftur í kvöld. Þetta átti að vera fríhelgi en það gerist mjög sjaldan, frí um helgar er ekki til hjá þessari stétt. En teingdó komu í bæinn á föstudagskvöldið og við hittum þau í gær og núna eigum við von á þeim í heimsókn á eftir (skelli inn myndum á eftir). Ég var húsmóðir dau... í morgun, ég vaknaði kl 7 með Brynhildi og við bökuðum brauðbollur, svo erum við búnar að taka voða mikið til í dag.
Brynhildur þarf nauðsynlega að fara í klippingu (set myndir af því líka á eftir), en góðu fréttirnar eru að það er farið að glitta í klullur!! Og Sverrir greiðir henni og reynir að láta krullurnar koma í ljós, þetta er eiginlega mjög fyndið að horfa á þetta.
Meira kemur seinna í dag
Igga

3 Comments:

At 25 september, 2006 20:52, Anonymous Nafnlaus said...

Bollurnar voru góðar....sá reyndar ekki krullurnar!
Takk fyrir mig!

 
At 02 október, 2006 13:35, Blogger Ester said...

...jæja Igga mín! maður kíkir hérna inn til að reyna að fá fréttir af ykkur og þabbara ekkert bloggað í heila viku!!!

 
At 02 október, 2006 21:59, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn í dag!!!!
Vonandi hefur veislan gengið vel!

 

Skrifa ummæli

<< Home