þriðjudagur, október 10, 2006

úbbs, ég gleymdi ykkur


Það er allt gott að fétta hjá okkur hér í árbænum.
Amma og afi frá Húsavík komu í óvænta heimsókn um daginn.
Hér er mynd af þeim með Brynhildi.

Benni átti afmæli 2. október, hann var mjög spenntur að fá að bjóða vinum sínum í veröldina okkar í smáralind á afmælisdaginn. Það var eins og í apabúri, drengirnir 12 sem mættu vissu nákvæmlega hvað þeir voru að fara að gera. Þegar þeir mættu voru þeir fljótir að vippa sér úr buxunum og voru í stutttbuxum og rifu sig úr sokkunum. Síðan voru þeir hlaupandi og með þvílík læti.

Ásbjörn er búin að ákveða allt í sambandi við sitt afmæli. Hann tók afa sinn á eintal og sagði honum hvar hann ætlaði að hafa nýja sjónvarpið sem afi hans átti að gefa honum. Hann fær samt ekki rosalegt afmæli, því ég verð ekki heima þessa helgi. Sverrir verður einn með börnin þrjú frá fimmtudegi til sunnudags. Ég verð að leika mér með mömmu annarsstaðar.
Ég hugsa að við höldum uppá afmælið samt sem áður, bara ekki um helgina.

.

1 Comments:

At 10 október, 2006 23:41, Anonymous Nafnlaus said...

hmm... gæti það verið á sama stað og ég verð að leika mér með mömmu minni - og á sama tíma kannski líka???

 

Skrifa ummæli

<< Home