sunnudagur, október 15, 2006

Til Hamingju Heiða og Kalli

Ég átti viðburðaríkan dag. Heiða vinkona mín sem er búsett á Hólmavík, gisti hjá mér, og var í bænum að bíða eftir því að eiga barn. Hún var sett 24. október en það fór þannig að við fórum í kaffi til Kristjönu í morgun og áður en Heiða fékk sér sopa af kaffinu var hún komin með hríðir. Við brunuðum niðrá deild og innan við klukkustund síðar var fæddur drengur. Þetta er ótrúlegt, ég hef fætt 3 börn en að sjá fæðingu er frábært, ég var eiginlega í sjokki í allann dag. Drengurinn er alveg eins og pabbi sinn, og byrjaði að láta heyra í sér strax. Ég skrifa meira um þetta seinna (þegar ég hef jafnað mig), ég fékk líka mikla samúðarverki.

Kveðja
Igga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home