fimmtudagur, október 19, 2006

síðasti í 20 og eitthvað

Jæja nú er komið að því! Síðasti dagurinn í dag, svo verð ég ekkert unglamb lengur. Ég finn að það er eitthvað að gerast með hárið á mér (ekki lús), ég held að grái liturin springi út bráðum.
Ég og mamma erum að fara til Glasgow með Drifu bónda og Önnu 2. nóvember. Ég ætla að kaupa mér hrukkukrem og nælonsokka. Svo spreða ég í allar jólagjafirnar, föt á börnin og afgangurinn fer í ýmislegt fyrir Sverri (má ekki gleyma honum).

Það verður svosum ekkert afmælisboð hjá mér, mamma verður í bænum og teingdó koma líka um helgina. En ég verð með smá fínan mat á morgun, svo eru gestum og gangandi boðið uppá gulrótarsafa og epladjús, svo maður sleppi sér aðeins þá ætla ég að bjóða uppá Cider líka (djók). Allir eru velkomnir í skógarásinn, en ég nenni ekki að baka, því við ætlum að halda uppá afmælið hans Ásbjarnar á sunnudaginn.

Ég verð að fara drífa mig heim, er að stelast í vinnuni.
Bless að sinni
Igga

3 Comments:

At 19 október, 2006 22:45, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búinn að fá far suður, þannig að ég fæ vonandi Cider (djók)kegar ég mæti.
BSP

 
At 19 október, 2006 23:28, Anonymous Nafnlaus said...

Já Igga mín nú erum við báðar þrjátíu og eitthvað!!!!

 
At 21 október, 2006 20:55, Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með daginn í gær Igga;) kveðja Hafrún

 

Skrifa ummæli

<< Home