laugardagur, október 28, 2006

Nýjasta nýtt


Við í Skógarásnum tökum því rólega núna. Sverrir var að byrja næturvaktatarnir og strákarnir eru í bústað með pabba sínum.

Við Binna vorum í dag að hjálpa Hafþóri og Olgu að flytja, ég er viss um að það var ekki mikil hjálp í okkur. En svo bættum við það upp eftir að Sverrir vaknaði, og við vorum að koma heim (kl 21). Til hamingju með íbúðina Hafþór og Olga!!!!!!!!!!!!

Myndin er tekin í afmælinu hans Ásbjarnar, ég set inn myndir af honum í afmælinu næst, var ekki búin að setja inná tölvuna. Pabbi sendi okkur þessa.

Ég er komin með ferða spenning. Núna fer minn tími í að læra og klára þau skil sem ég á að skila áður en ég fer út. Ég verð reyndar að klára það sem á að skila í vikuni þar á eftir líka, skilin eru á mánudögum.
Ég var látin í að leysa af í íþróttahúsinu í skólanum þessa vikuna og næstu. Það er fínt fyrir mig, þá næ ég að læra smá, þetta er svo rólegt þarna að ég sit og reikna alla morgna.

Núna er komin tími til að læra og þvo þvott (en spennandi líf).

Kveðja Igga

2 Comments:

At 28 október, 2006 21:59, Anonymous Nafnlaus said...

..já og svo er spurning hvort við kíkjum í Ráðhúsið á morgun?

 
At 30 október, 2006 23:08, Anonymous Nafnlaus said...

Eins gott að þú komst ekki í Ráðhúsið......með barnavagninn hefði þetta nú verið fullkomið fíaskó!

 

Skrifa ummæli

<< Home