þriðjudagur, nóvember 07, 2006

frábær helgi

Ég fór semsagt til Glasgow með mömmu, Drífu og Önnu dóttur hennar. Þetta var bara eitt af því skemtilegasta sem ég hef gert. Ég held að ég hafi líka þurft á fríi að halda (frá þeim heima).
Við versluðum alla daganna, ég náði að kaupa næstum allar jólagjafir og spreðaði líka í veglegar gjafir fyrir mína menn. Svo auðvitað fríkaði ég út í einni stelpudeildinni, þegar ég var komin með fimm pör af buxum á Binnu, þá hugsaði ég mig um. Ég gleymdi að kaupa á hana jólakjól, eða fann ekkert sem mig líkaði. Ég sé hana ekki fyrir mér í prinsessu kjól, hún myndi bara rífa hann, hún er doldið óþolinmóð :)
Ég toppaði svo ferðina með því að kaupa mér jólafötin fyrir næsta ár (lét Önnu máta), ég er svo heppin að við Anna erum svipaðar á hæð og breidd (frískar).

Sverrir var heima með börnin. Það gekk allt saman vel, nema Brynhildur fékk hita á sunnudag og er enþá að jafna sig. Ég fer með hana til dagmömmunar á morgun, enda er hún farin að taka bíllyklana og skóna sína og fara að útihurðinni.

Bless í bili
Igga

1 Comments:

At 08 nóvember, 2006 00:05, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að ferðin gekk vel! Sá á netinu að Olga var að vinna ferð til Barcelona! Skráði mig um leið í Núið!!!
Sjáumst á laugardaginn!

 

Skrifa ummæli

<< Home