mánudagur, febrúar 26, 2007

26. febrúar, sólskin og kalt.

Í dag var tekin blóðprufa úr hælnum á drengnum okkar. Hjúkkan sem kemur á hverjum degi mætti með lítinn hníf og stakk í hælinn á honum og kreysti nokkra dropa á blað og verður rannsakað hvort hann sé með einhvern skjaldkirtilssjúkdóm. Besta mál en okkar manni fannst það algjör óþarfi að láta meiða sig svona rétt á fyrstu dögum lífsins.


Strákarnir eru farnir frá okkur þessa vikuna og því svolítið tómlegt í kotinu, tveir fullorðnir og tvö lítil börn. Brynhildur er ekki vön þessu þ.e. að vera stóra systir og elsta barnið á heimilinu, aðra hverja viku. En þetta venst og hún er voðalega góð við strákinn, stundum einum of góð.

Í dag kom Olga í heimsókn, færandi hendi, var með alls konar dót í krukkum og piparkökur í dós. Brynhildur fékk sér náttúrulega nokkrar og gaf öllum með sér. Hún gaf pabba köku, mömmu eina og Olgu líka. Svo skellti hún sér inn í stofu þar sem litli bróðir hennar lá í vagninum og gaf honum tvær kökur. Hún náði ekki alveg upp í vagninn þannig að hún henti þeim bara uppí til hans þannig að hann gæti örugglega fengið sér bita. Pabbinn mátti svo sópa mylsnurnar úr hárinu á drengnum og tína brotin upp úr vagninum.

Brynhildur sá þegar amma Signý fór út á svalir og hreinsaði til þar um helgina. Hún skellti sér út á svalir, var búin að búa sig til fyrir þetta verk, fór í stígvél og náði í fægiskófluna og setti á sig hjálminn! Ég var ekki vitni að þessum orginal þrifum hjá tengdó en það hefði verið fyndið ef amman hefði dressað sig upp svona þegar svalirnar voru teknar í gegn:-)
Brynhildi fannst hins vegar frekar kalt úti, eins og hún sýnir svona berlega á myndinni („þetta er kalt" látbragðið) þannig að hún fór bara inn fljótlega, enda búið að hreinsa svalirnar svona líka frábærlega nokkru áður!

Á morgun förum við svo með prinsinn í læknisskoðun á spítalann.

Kveðja frá Skógarási.

5 Comments:

At 26 febrúar, 2007 21:40, Anonymous Nafnlaus said...

hehe þú ert fyndinn :)

 
At 26 febrúar, 2007 22:39, Anonymous Nafnlaus said...

Já reyndu að segja okkur að það sé "tómlegt" með bæði Snúð og Snældu í húsinu!!! HAHAHA!

 
At 27 febrúar, 2007 12:37, Anonymous Nafnlaus said...

það er gott að Brynhildur sé sátt við litla bróður. Hér kemur ein tillaga að nafni á drenginn, svolítið framúrstefnuleg en læt hana gossa: Teppódór!
Bestu kveðjur frá Varmalandi

 
At 27 febrúar, 2007 12:48, Anonymous Nafnlaus said...

Brynhildur var ekki vitni að þessun þrifun, þetta er meðfætt og fylgir nafninu, og svo þarf að lýta eftir að þetta sé vel gert.

 
At 27 febrúar, 2007 14:54, Anonymous Nafnlaus said...

Greymdi að setja nafnið undir.
kv Signý

 

Skrifa ummæli

<< Home