fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Ég er enþá með bumbubúa

Ég bíð og bíð. En ekkert virðist ætla að gerast. Í dag er ég búin að liggja og horfa á eina mynd. Ég er að reyna að vera róleg og ekki gera mikið. Það er víst sagt að það virki (að slaka á).
Olga kom færandi hendi með nokkrar dvd sem ég er að vera búin með. Og svo er ég að reyna að vera dugleg að læra, sem gegnur bara vel held ég.

Ég var að lesa í á einhverjum vef að núna eru öllum börnum innan 12 ára bannað að koma inná kvennadeildina á lansanum. Þetta þýðir að börnin fá ekki að heimsækja systkini sín á sjúkrahúsið. Þetta er útaf RS-vírus, sem er víst farin að verða svoldið skæður. Sumar konur sem ég hef verið að tala við ætla ekki að leyfa annara manna börnum að koma í heimsókn heim fyrstu dagana. Ég veit ekki hvað það stoppar, ég er náttúrulega með börn í skóla, leikskóla og dagmömmu. Ætli mín börn smiti ekki alveg eins og annarra.

Við Brynhildur sváfum aðeins lengur en vanalega í morgun, og hún var ekki í góðu skapi þegar hún vaknaði. Ég held að hún hafi fengið þessa dásamlegu morgunúríllu frá mér. Allavega erum við ekkert sérlega skemtilegar ný vaknaðar.

Ásbjörn fór til Hólmavíkur á föstudaginn og kom með pabba í gær. Hann ætlar að eiga heima á Hólmavík segir hann, en ekki með okkur hinum, bara einn!
Þeir bræður eru núna hjá pabba sínum, en koma aftur á mánudag. Benni kemur samt alltaf eftir skóla og er hérna hjá mér þangað til pabbi hans sækir hann um 4-5 leytið.

Í dag er planið að versla og slaka svo á (láta Sverri elda eitthvað gott).


Igga

2 Comments:

At 15 febrúar, 2007 13:01, Anonymous Nafnlaus said...

já reyndu nú að láta karlinn finna aðeins fyrir þessari óléttu! Bestu kveðjur úr Borgarfirði

 
At 15 febrúar, 2007 19:32, Anonymous Nafnlaus said...

Já þú átt það sko skilið að slaka aðeins á Igga mín..
Mér líst vel á að Ásbjörn flytji til Hólmavíkur, hér er voða ljúft að vera. En það væri náttúrulega ennþá skemmtilegra að fá ykkur öll hingað :)
Kristjana Hólmavíkurmær

 

Skrifa ummæli

<< Home