fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jólin koma.....

Núna er ég komin með jólafílíng. Ég plataði Sverrir til að mála herbergið hans Ásbjarnar og ætla að flytja Benna þangað og Ásbjörg í hurðarlausaherbergið. Benni verður að fá frið fyrir litlu börnunum. Sverrir er semsagt sveittur að mála alla frídagana.

Ég er farin að vinna hálfan daginn, eða er til eitt alla daga. Ég get ekki verið að skúra mikið núna, og það er það sem þetta starf gengur útá eftir hádegið.
Svo eru prófin að byrja hjá mér, en þetta eru nú ekki nein próf þannig séð, ég geri þetta allt heima í tölvuni. Mér hefur líka gegnið mjög vel í skólanum, er bara svolítið monntin yfir því.

Þannig að næst á dagskrá hjá mér og minni er að koma upp jólaseríunum um helgina og fara svo að byrja baka, ég geri það nú sjálf, ég teysti ekki Sverri í það :)

Kveðja
Igga

5 Comments:

At 23 nóvember, 2006 13:14, Anonymous Nafnlaus said...

já, tóti fór í pottinn hérna á Varmalandi um daginn og hitti þar einhverja samkennara sína. Eftirfarandi samtal átti sér þá stað:
Samkennari: Er Anna í prófum núna?
Tóti: Nei, það er nú bara nokkuð rólegt hjá henni núna.
Samkennari: fer hún þá ekki bara að baka fyrir jólin?
Tóti: [hlæjandi] nehei - ætli ég þurfi ekki að gera það
Samkennari: Ha, þú? [með hneykslisvip]
Tóti: jáhhh, ég er kellingin á heimilinu!

 
At 23 nóvember, 2006 19:44, Anonymous Nafnlaus said...

Þá getur maður loksins farið að kíkja í kaffi - þegar verður búið að baka!! Þarf ekki alltaf að smakka þetta til? HAHA

 
At 24 nóvember, 2006 21:00, Anonymous Nafnlaus said...

Anna mín ég er stolt af þér. Þú hefur alið hann vel upp.

 
At 24 nóvember, 2006 22:15, Anonymous Nafnlaus said...

takk takk, og svo ég svari spurningunni þinni sem fram kom á apablogginu mínu - Jahá, ég er sko alveg til í að fara aftur, þurfa Olga og Hafþór nokkuð að fara til Barcelona?? við reddum því bara fyrir þau! og varðandi bleika símann þá á ég einn barbie síma sem bíður bara eftir Binnu.

 
At 30 nóvember, 2006 08:34, Blogger Ester said...

hvaða endemis ofurkraftur er þetta í þér kona!

 

Skrifa ummæli

<< Home