laugardagur, nóvember 11, 2006

Snjórinn er komin.


Brynhildur byrjaði daginn með því að vekja mig klukkan sjö í morgun. Við vorum komnar úr fyrir tíu. Ég fór aðeins með hana út í rokið í gær, og henni fannst svo gaman að ég varð að fara með hana út á svalir þegar við vorum komnar inn aftur. En í dag fórum við í göngutúr með snjóþotu. Brynhildur vildi bara sitja og rennna, það var ekki séns að fá hana til að setjast í snjóinn.
Versta við þetta allt saman er að strákarnir eru hjá pabba sínum og missa af öllum krökkunum sem eru hér fyrir utan að renna sér. Ég vona bara að snjórinn haldi sér aðeins. Hann mætti alveg vera fram í janúar mín vegna.

Friðgeir átti afmæli 1. Nóvember, Ásbjörn varð 5 ára 3. mamma átti afmæli 9. Nóvember og Aron 10. Til Hamingju öll sömul

Við erum að fara í afmælisveislu til Hrafnhildar(átti afmæli 9.) hennar Kiddu, og síðan förum við í veislu til Arons. Brjálað að gera í dag.

Kveðja Igga

2 Comments:

At 14 nóvember, 2006 20:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ :) ég vildi nú bara kvitta fyrir mig , nú ér ég komin með netið og verð aðdáandi (hvernig sem það er skrifað) nr. 1 :)

 
At 16 nóvember, 2006 14:44, Anonymous Nafnlaus said...

ég er búin að finna bleika símann!

 

Skrifa ummæli

<< Home