fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Fimmtudagur :)

úff, alveg að koma helgi.
Ég vil byrja á því að bölva nýju vírusvörnini okkar. Hún byrjaði á því að blokka netið úti, hmm... (hefur hugsað, þetta er hættulegt). Svo við vorum ekki með netið í nokkra daga. Síðan er heilmikið mál að ná í öll verkefnin sem ég á að gera á netinu. Og síðast en ekki síst, þá get ég ekki farið á núið!!!!!!!!!! Helv.. vírusvörnin hleypir því ekki í gegn!

Nýjasta nýtt hjá Brynhildi er að setja í þvottavélina, ég horfði á hana áðan raða þvottinum, loka og stilla vélina. Ég mátti passa mig að skella ekki uppúr, hún móðgast frekar auðveldlega. En það sem ég lærði í dag er að fara helst ekki með hana í bíl. Hún byrjar að grenja áður en við komumst út úr götunni. Ég skrapp inní Hafnafjörð til Guggu í dag, og Binna var á öskrinu alla leið. En um leið og bíllinn stansaði þá hætti hún. Ég passaði mig að hafa hana sadda, þurra og með snuð og dót á leiðini til baka. En um leið og ég lagði af stað þá hennti hún öllu frá sér og byrjaði að væla. Ég lét hana væla alla leiðina heim, en um leið og ég drap á bílnum þá hætti hún og byrjaði að spjalla!!!

Bless í bili
Igga

1 Comments:

At 09 nóvember, 2006 23:22, Anonymous Nafnlaus said...

Ó er þetta í alvörunni að verða "sá hlær best sem síðast hlær"??? Þetta er nefnilega alveg lýsingin á frændanum í Ljósalandinu á sama aldri!!! Hafnarfjarðarvegurinn var sérlega slæmur!

 

Skrifa ummæli

<< Home