laugardagur, desember 30, 2006

30.des



Hæ öll

Það er búið að vera frekar rólegt hjá okkur hér í Skógarási um jólin.Við fórum í jólaboð til Rakelar á fimmtudag, þar voru stödd föðurfjölskylda Sverris og var mikið fjör. Krakkarnir voru þvílíkt að leika sér og höfðu mikil læti, sem betur fer er húsið með neðri hæð þar sem þau voru. Það var ágætt að fara í allavega eitt jólaboð, eins og ég sagði þá hefur verið rólegt hjá okkur, engin hefur komið í heimsókn og ég sé ég fram á að borða allar jólakökurnar sjálf. Ég var samt að spá í að setja þetta bara allt saman í frost og bjóða uppá þetta í afmælinu hans Sverris í febrúar J

Talandu um Sverri, við áttum brúðkaupsafmæli í gær, hver haldiði að hafi gleymt því? ÉG……….. er það ekki yfirleitt kallinn sem gleymir svona löguðu? Ég skammast mín pínu sko, en ég bæti það einhvernvegin upp.




Hér eru nokkrar jólamyndir, Benni og Ásbjörn voru mjög æstir þegar kom að því að opna alla pakkana.
Binna var ekki á því að láta taka af sér mynd með jólasveininum. Hann var að koma með jólapóstinn.

2 Comments:

At 31 desember, 2006 13:39, Anonymous Nafnlaus said...

hehe, það var nú alveg þér líkt að gleyma brúðkaupsafmælinu. Ég er fyrir norðan en ég skal koma og borða þessar kökur í febrúar, ekki spurning. Hemmi og amma fóru áðan og keyptu sér eitt úttroðinn fjölskyldupakka til að skjóta upp og spenningurinn var svo mikill að það þurfti að prufa smá áðan (kl. 13.00). Hugsa að afi greyið sem var að reka hestana sína hafi nú ekki verið ánægður :) Gleðilegt ár

 
At 02 janúar, 2007 10:44, Anonymous Nafnlaus said...

hei hei hei!!! Alveg róleg bara!!! Engar kökur inn í frost fyrr en ég er búin að koma í heimsókn sko... :D
kv. Ester

 

Skrifa ummæli

<< Home