miðvikudagur, desember 20, 2006

jólin koma



Ég er búin að vera sveitt í jólaundirbúningi. Jólatréið er komið upp (verð að venja Binnu við), svo förum við norður á föstudaginn. Sverrir er að byrja í fríi á morgun og fer á næturvakt 26. des. Hann hefur ekki fengið svona langt frí síðan í sumar, og á þetta alveg skilið að mínu mati miðað við alla yfirvinnuna sem hann er búin að vinna í allann vetur.


Við reyndum, endurtek reyndum að taka jólamyndir af börnunum. Við dressuðum þau upp og settum gel í hárið, og byrjuðum að smella. Tókum 50 myndir en engin nothæf dæmi: sjá mynd


Á sunnudag var okkur boðið á jólaball hjá KB banka. Þetta var flottasta jólaball sem við höfum farið á, við fengum tertur og börnin fengu gjafir (nylon diskinn og dvd með jólasveininum). Það voru sex jólasveinar á svæðinu og svo kom Grýla. Brynhildur var ekki á því að tala við jólasveininn en henni fannst gaman að horfa. Jólasveininum var ekki sama þegar Binna byrjaði að grenja, en athugið að Grýla stóð við hliðina á Sverri.
Kveðja Igga

2 Comments:

At 20 desember, 2006 23:43, Anonymous Nafnlaus said...

vissi það! gleðileg jól :)

 
At 22 desember, 2006 16:13, Anonymous Nafnlaus said...

kannast við vandamálið að taka myndir. Gleymi því ekki þegar ég reyndi að mynda Ynju og Óðinn þegar þau voru 2 og 5 ára. Á endanum lét ég þau liggja á gólfinu, og það gekk samt ekki ...það er bara ekki hægt að stilla börnum upp!! maður verður víst bara að grípa augnablikin þegar þau gerast ;) Gleðileg jól: Ester og co

 

Skrifa ummæli

<< Home