sunnudagur, desember 10, 2006

Sunnudagur


Ég átti góðan dag með Binnu, þó var lokaspretturinn með svita og tárum. Við vöknuðum klukkan átta eins og vanalega um helgar, þetta var í seinna lagi. En hvað um það ég bakaði mömmukökurnar sem höfðu verið á döfinni í marga daga. Síðan fórum við í jólaþorpið í Hafnafyrði, þar dönsuðum við í kringum jólatréið með Grílu og jólasveininum. Brynhildi leist bara ágætlega á þau (ef þau komu ekki of nálægt). Við fórum í kaffi til Guggu frænku, og þar fékk Brynhildur krem í skeið. (Sjá meðfylgjandi mynd, tek það fram að á myndinni var hún rétt að byrja því peysan var ekki hvít þegar við fórum).
Við enduðum svo á því að skoða Emmu litlu hennar Kristjönu, hún er 5 vikna og Brynhildur skilur ekkert afhverju hún vil ekki mandarínu og hún var svoldið mikið að reyna að bruna með hana í vögguni. En Það er samt frábært að sja svipinn á Binnu þegar hún horfir á svona lítið barn, hún verður svo fullorðinsleg.
Kvöldið átti svo að verða rólegt, ég átti eftir að taka tímapróf í tölvum og hafði hugsað mér að gera það um níu leitið, en nei. Binna grét og grét og vildi ekkert borða og var alltaf að toga í tunguna á sér. Þá sá ég að hún er með litlar blöðrur eða bólur á tunguni. Ég hringdi í dr mömmu og fékk svör um að þetta væru ekki einkenni á alvarlegum sjúkdómi, þannig að henni var skelt í bólið og það tók einn og hálfan tíma að svæfa. Ég var að farast úr stressi með að ná að gera þetta próf (varð að skila fyrir miðnætti). En það tókst og ég dunda mér fyrir framan sjónvarpið og set krem á mömmukökurnar.
Góða nótt
Igga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home