laugardagur, desember 23, 2006

Þorláksmessa

Sæl öll sömul
Við Skógarásfólkið erum stödd á Hólmavík núna. Við lögðum af stað í gær um níu og vorum komin rétt eftir eitt. Við notuðum daginn til að heimsækja Ingu frænku á elliheimilið og strákunum fannst frábært að hún er næstum hundrað ára (96 held ég). Hún sagði þeim að hún hefði séð Grýlu þegar hún var ung. Við fórum inná Ós og sáum risavaxin hund, sem heitir Lufsa og er eins og kálfur.

Í dag vaknaði ég um sex og mætti mömmu niðri, við gátum ekki sofið fyrir háfaða í rokinu. Enda horfðum við á vegginn sem er úti á palli fjúka. Við vöktum Sverri og sendum hann út til að ná í vegginn áður en hann færi á bílana. Strákarnir vöknuðu við lætin og sáu sjóinn ganga yfir bryggjuna og hafa aldrei séð annað eins. Hér á Hólmavík fauk ýmislegt í nótt, t.d. skúr sem fauk upp og líklega hefur hann farið yfir girðingu og pommpað niður hinumeginn. Það verða öruglega sttar myndir af þessu á strandir.is Við eigum eftir að fá tjónaskýrslu frá Ósi en fréttum að þakplötur af gömlu fjárhúsunum fuku.

Ásbjörn fór með afa sínum í klippingu og kom til baka með stutt hár. Hann hafði skoðað myndir á stofuni og langaði að vera með stutt núina. Ég er að fara með Benna núna í snyrtingu.

Gleðileg jól

Igga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home