sunnudagur, janúar 21, 2007

Veikindi

Ég er byrjuð aftur í skólanum, nú horfi ég ekki lengur á sjónvarpið. En ég hlakka svolítið til að hella mér aftur í þetta.

Brynhildur fór í 18mán skoðun á miðvikudag, þá var hún svo kvefuð að læknirinn vildi ekki sprauta hana. Um kvöldið kom hiti og næsta dag fór ég með hana og lét hlusta hana. Þá var hún komin með lungnabólgu :/ Og Binna litla er komin á pensilín í fyrsta skipti. Hún ældi að vísu þegar við reyndum að gefa henni það, en hún er að venjast þessu og kúgast ekki eins mikið núna. Hún fékk líka púst og henni finnst hún rosa dugleg að anda því að sér. Hún er orðin jafn pirruð og ég á því að hanga inni, í dag kom ég að henni uppí glugga að kalla á krakkana sem voru úti, og síðan náði hún í eitt sígvél og einn skó og fór í og sagði út!!
Ásbjörn er nýbúin að jafna sig á eyrnabólgu, hann var með hita fyrst en ég var með hann heima í þrjá daga í síðustu viku. Honum fannst það ekki leiðinlegt. Reyndar langaði honum út að renna, hann fékk að fara smá þegar hann var hitalus. Mér finnst leiðinlegast að komast ekki að renna sjálf, ég þori ekki eftir bilturnar í fyrra.



Igga

1 Comments:

At 24 janúar, 2007 22:01, Anonymous Nafnlaus said...

vá, maður fær bara svona flashback í pústgjafir, pensilín og læknaferðir við að lesa bloggið þitt :)

 

Skrifa ummæli

<< Home