fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Bjúg-tí-fúl, ekki satt?



Jæja þá er komið að mér að blogga á þetta Skógarása svæði!!!

Eins og komið er fram þá er hann „Bangsi" minn ekki enn full gerður, það þarf aðeins að fínisera línurnar betur á honum áður en honum er skilað út í þessa veröld. Þetta er allt í lagi ennþá. En ekki misskilja mig út af þessari fyrirsögn sem er á greininni hún segir EKKERT til um hvernig ástandið er á heimilinu. Að vísu er smá bjúgur að herja á líkamann á konunni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hvað varðar þessa morgun fýlu sem frúin var að ýja að í síðustu grein þá get ég varla sagt að hún sé tíu sinnum meiri en vanalega (þó ástandið sé eins og það er). Það er kannski tvisvar sinnum meira þegar yngsta afsprengið tekur sig til með morgunfýlu. Guði sé lof fyrir morgunvaktir, þar byrja ég kl. 07.00 í vinnunni og er farinn úr húsi kl. 06.30, á meðan aðrir meðlimir fjölskyldunnar eru enn að slefa í koddann:-)

Nei, án gríns þá er frúin enn þá jafn „bjútífull" og hún var þegar ég sá hana fyrst þó hún reyni að telja manni trú um annað. Við bíðum þolinmóð eftir að eitthvað gerist og ég er marg búin að segja frúnni að þessi megrunarkúr sé bestur, við köllum hann Febrúar-kúrinn.

Sverrir

3 Comments:

At 16 febrúar, 2007 11:38, Anonymous Nafnlaus said...

já, þetta eru einstaklega bjúgtífúl fætur, það verður ekki annað sagt. Bestu kveðjur, með von um áframhaldandi góða geðheilsu hjá frúnni...

 
At 18 febrúar, 2007 14:56, Blogger Ester said...

æ ...vonandi er samt hendin skárri en um daginn. Bið að heilsa :)

 
At 18 febrúar, 2007 21:35, Anonymous Nafnlaus said...

Kemur nokkuð meira "tadnagas" af svona breiðum tám?

Hvernig er það annars er ekkert að gerast....?

Er veisla á morgun? Það gæti nú hleypt öllu af stað!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home