laugardagur, febrúar 24, 2007

Laugardagur

Jæja, þá eru tvær nætur liðnar með þann litla í heimahúsi.

Hann er rétt að skapa sér þá venju að sofa á daginn og vaka á nóttunni!
Ég er með bauga niðrá kinnar, það er eins og Sverrir hafi fengið nóg af mér og gefið mér högg öðru megin allavega gera þau hin mikið grín af glóðurauganu mínu. En ljósan segir að ég þurfi bara að hvíla mig meira (hversu mikið þarf það að vera?), ég ligg meira og minna í rúminu og geri ekki neitt. Brjóstagjöfin gengur vel, drengurinn er mathákur eins og við hin.

Brynhildur er að venjast nýju dúkkuni sinni hún er voðalega góð og vil mikið fá að koma við hann. Strákarnir eru eitthvað ósáttir við hvorn annann, þeir eru monntnir með litla bróður en það er MJÖG stuttur þráðurinn. Allavega var ekki hægt að sofa í morgun útaf látum í þeim bræðrum (grátur og gnístan tanna). Mamma og pabbi fóru með þá í keilu og ég vona að þeir fái smá útrás við það.

Takk fyrir allar kveðjurnar, þið eruð velkomin í heimsókn þegar þið viljið.
Nú snúum við okkur aftur að bikarkeppnini

Igga

4 Comments:

At 24 febrúar, 2007 14:08, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ :) Mikið er hann sætur! Ég ætla nú að reyna að kíkja í heimsókn í byrjun næstu viku til að skoða "teppi". Ég er nú bara ekki frá því að það sé smá Iggusvipur á honum drengnum :D
Kveðja: Ester

 
At 24 febrúar, 2007 16:02, Anonymous Nafnlaus said...

Jei, kíki á eftir.

 
At 25 febrúar, 2007 10:49, Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með prinsinn;) kveðja Hafrún

 
At 25 febrúar, 2007 20:23, Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingu með prinsinn. Hann er ekkert smá flottur:) Gott að heyra að allt hefur gengið vel. Hlökkum til að koma og kíkja á gripinn. Kveðja úr firðinum Hildur og Brynhildur Katla

 

Skrifa ummæli

<< Home