sunnudagur, febrúar 18, 2007

Blóm og kransar afþakkaðir...

Já, við svona sérstök tilefni, eins og 19. feb er, þá þarf stundum að senda út fréttatilkynningar. Þar sem komið er að mínum ómerkilega afmælisdegi þá er meiningin að halda Bolludaginn háttíðlegan í staðin, af því að hann er miklu skemmtilegri! Ég verð hins vegar heima eftir miðjan daginn, verð kominn heim úr vinnu, sprækur sem lækur.

Svo er náttúrulega meiningin að eignast afkvæmi seinnipartinn líka, geri rá fyrir því um klukkan 19.00, þannig að ef einhverjir ætla að koma í heimsókn til mín (á þessu merka degi, bolludegi) þá geri ég ráð fyrir því að það þyrfti að vera á milli 16-19!

Igga er sem sagt að springa, ég nuddaði á henni hendurnar núna í kvöld (18.feb) þannig að þetta ætti að vera búið að kreistast út á morgun. Bjúgurinn sér til þess að skapa nægan þrýsting og þar sem ég er búinn að nudda hann úr höndunum þá ætti hann að vera kominn að bumbunni.

Þá er það bara stóri höfuðverkurinn..... Hvað á barnið að heita?????????

Kv.
Sverrir

5 Comments:

At 19 febrúar, 2007 00:20, Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með daginn, vonandi að þetta verði góður bolludagur - fyrir frúna líka enda yrði það ekki amaleg afmælisgjöf ef bollubúinn ákvæði nú að láta sjá sig

 
At 19 febrúar, 2007 12:58, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Sverrir! ...og varðandi nafnið, þá fletti ég upp í uppáhalds bókinni minni og ég held að ég myndi nefna Freyr ef ég ætti lítinn strák núna. Vonandi er ég bara búin að leysa vandamálið fyrir ykkur ...hehe :D

Kv. Ester

 
At 19 febrúar, 2007 22:47, Anonymous Nafnlaus said...

Þú eignaðist lítinn frænda á afmælisdaginn - kannski hann verði látinn heita Sverrir (Bjarnason):)

Mér finnst Freyr líka flott. Sölva finnst Arnar flott nafn. Hvað með:
Björgúlfur
Þorgils
Andri
Eyþór
Hákon
Róbert
Steinn
Þorsteinn
Hans
Hrafn
Runólfur
Bjarki
.....................?????

 
At 19 febrúar, 2007 22:49, Anonymous Nafnlaus said...

Sævar Andri Sverrisson hljómar nú skolli vel.

Hákon Steinn Sverrisson er fínt líka.

Held áfram á morgun.....

 
At 20 febrúar, 2007 00:21, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Sverrir!
veit ekki með nafnið en ég hef alltaf verið rosalega skotin í nafninu Ernir finnst það svo karlmannlegt:)
Kristjana

 

Skrifa ummæli

<< Home