þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Auga fyrir auga...

Þessa dagana er helst spurt um hvort búið sé að ná mynd af stráknum nýfædda með opin augu, og hvort hún fari ekki beint á bloggið um leið. Það er nú stutt saga á bak við það.

Þannig var að drengurinn fékk einhverja sýkingu í hægra augað og hefur hann ekki getað opnað það að neinu marki frá því að hann fæddist. Þetta lýsir sér þannig að þegar hann vaknar eru það miklar stírur í auganu á honum að það er bókstaflega límt aftur! Límda augað hefur þá verkun á hitt augað að það opnast voðalega lítið. Við erum þó búin að fá meðal við þessu og það er strax farið að virka.

Við höfum þó séð hann með opin augu og er jafnvel hægt að segja að það sé dökkur augnlitur á honum þessum. Hvort það verða brún augu eða eitthvað annað er ekki gott að sjá á þessari stundu.

Loksins náðist að smella af einni mynd af drengnum þegar hann vaknaði og var að skoða sig um á meðan við skiptum á honum. Það má glöggt sjá að hann er feginn að losna við það sem hann var búinn að setja í pakkann.
Já, svo var það 5 daga skoðunin í dag. Hann var viktaður og reyndist hann hafa þyngst örlítið, var orðinn 4 kg. slétt, var 3.910 gr. við fæðingu. Nokkuð gott hjá okkar manni sem drekkur mjólk eins og honum sé borgað fyrir það.
Kveðja frá hinum fjóru fræknu og tveim í fríi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home