miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Er þessi drengur líkur mér?


Átti þessa mynd til af mér þegar ég var á unga aldri. Það er alltaf verið að velta fyrir sér hverjum sonurinn er líkur og því ekki að senda eina mynd af pabbanum á netið og sjá hvort fólk sjái einhvern svip með okkur???
Hingað til hafa ættingjar Iggu séð alla hennar þætti í Brynhildi og líka í honum Bangsa mínum og svo öfugt með mitt fólk (þó ég þurfi nú stundum að kalla eftir stuðningi eða pína fólkið með mér í lið).
Nei, nei, þetta er sko engin keppni og ég hef verið mjög ánægður með að dóttirin líkist móður sinni, tel það skárri kost í stöðunni. En drengurinn má alveg líkjast mér. :-)
Hvað finnst ykkur?
Kv. Sverrir

3 Comments:

At 28 febrúar, 2007 22:44, Anonymous Nafnlaus said...

ja sko, þið eruð bara alveg eins! ég myndi nú reyndar passa mig ef ég væri þú því eins og tóti þá áttu eftir að komast að því að hjá sönnum strandakonum snýst allt um keppni - best að þú fattir það sem fyrst!

 
At 28 febrúar, 2007 23:32, Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það leyni sér ekki að þið feðgar eru líkir,(meira segja ég verð að viðurkenna það) og verð líka að viðukenna að það er svipur með þér og Brynhildi ( en bara lítill ) ha,ha,
kv SÓ.

 
At 01 mars, 2007 18:46, Anonymous Nafnlaus said...

Þú virkar nú bara bústinn á þessari mynd þó seinna hafi ég kallað þig horus!!

Þú ranghvolfdir í þér augunum á öllum myndum á þessum aldri - kannski það hafi verið sýking!

Því miður verðurðu að múta mér ef ég á að segja að þið feðagar séuð líkir... á þessum myndum allavega!

En ef því að þetta er keppni....þá líkist hann mömmu sinni ekki neitt heldur!!

 

Skrifa ummæli

<< Home