miðvikudagur, mars 07, 2007

Fyrsta baðið.



Þá var komið að því að baða. Eftir hádegislúrinn var maðurinn háttaður og settur í bala sem var fullur af volgu vatni. Okkar maður hefur ekki komist í nálægð við vatn síðan hann fæddist en eins og allir muna þá fæddist hann í baði.

Hann var ekkert eins hrifinn af þessu vatni eins og mætti halda, þó hann sé fiskur í húð og hár og lét okkur vita af því allan tímann.

Baðferðin var nú stutt og hann komst fljótt upp úr þessum bölvaða bala og inn í rúm þar sem pabbi hans þurrkaði honum. Hann var nú ekkert ánægður með það heldur og lét í sér heyra. Allt í einu þagnaði hann þar sem hann var vafinn inn í handklæðið á rúminu, svo fann pabbinn buxnaskálmina sína vogna aðeins og komst þá að því af hverju drengurinn þagnaði. Hann hafð sem sagt náð að pissa út úr handklæðinu og beint á pabba sinn og niður á gólf, alger snilld!

Svo tók þetta nú allt enda og hann jafnaði sig fljótt efir að hann fattaði að það var stutt í matinn(drykkinn). Þvílíkur léttir að þetta sé allt af staðið!

Kveðja úr Skógarási.

2 Comments:

At 07 mars, 2007 17:10, Anonymous Nafnlaus said...

Og nú hugsa eldri mæðurnar.......af sem áður var þegar börnin voru böðuð á hverjum degi!!! Að auki var skipt á rúminu hjá þeim daglega líka!!! Þvílík aukavinna í "gamla daga".

Ekki ljókkar hann nú með degi hverjum hann bangsi litli!!!

 
At 07 mars, 2007 20:35, Blogger Skógarás-arnir said...

Það er rétt, Áslaug amma sagði mér að hún hefði verið rúmföst í 14 daga eftir að hafa átt Guðnýju og ekki fengið að fara framúr, ekki einu sinni til að þrífa sig!

Og þá átti heldur ekki að vera að taka börnin upp að óþörfu af því að þá yrðu þau frek!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home