laugardagur, mars 03, 2007

Laugardagsmorgun, á fætur ég fer...



Núna í morgun vaknaði Brynhildur klukkan 7, eða rétt rúmlega. Við fórum framúr á meðan Igga og lilli minn héldu áfram að hvíla sig. Morgunmaturinn étinn eins og á virkum degi og svo fór Brynhildur að dunda sér við leik en pabbinn fékk að halla sér í sófann yfir barnaefninu!

Svo byrjaði EM í frjálsum í sjónvarpinu kl. 10 og þá límdist maður við skjáinn. Það er æðislegt að vera í fríi þegar svona mót eru sýnd beint í sjónvarpinu, maður er bara heima og horfir á ALLA útsendinguna.

Fljótlega komum mæðginin á fætur en þau eru á hvíldartímabili eins og er í lífinu, eins og gefur að skilja!

Kv
Sverrir

4 Comments:

At 03 mars, 2007 18:00, Anonymous Nafnlaus said...

Drengurinn dafnar greinilega vel.
Kveðka afi á Húsavík

 
At 03 mars, 2007 18:03, Anonymous Nafnlaus said...

Það átti náttúrlega að vera j en ekki k í commentinu.
Afi

 
At 03 mars, 2007 18:16, Anonymous Nafnlaus said...

Flott að fá komment frá ykkur, þetta er ekkert mál.
Sverrir

 
At 04 mars, 2007 17:57, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að allir eru frískir en ekki í veikindum eins og hér!

Pirringinn með innsláttarvillurnar þekki ég vel og brosti í kampinn yfir leiðréttingarkommentinu!

Margt líkt með skyldum.....

 

Skrifa ummæli

<< Home