mánudagur, mars 05, 2007

Pest er verst...

Þá er sunnudagurinn liðinn og þvílíkur léttir. Ég var sem sagt með ælupest í einn dag og það var sunnudagurinn. Ég vaknaði með Brynhildi um morguninn um kl. 8 og var þá eitthvað slappur. Igga og litli minn sváfu áfram. Svo byjaði vesenið kl.9 yfir klósettskálinni! Uuuuuuðð... Brynhildur vissi náttúrulega ekki hvað var að gerast en fylgdist vel með þessum raunum, hún stóð við hliðina á pabba sínum og horfði agndofin á.
Ég lá svo eins og skotinn allan daginn og var ekki skárri fyrr en seint um kvöldið. Núna í morgun var ég svo orðinn fínn aftur. Ég fór með Brynhildi til dagmömmunnar og þar sagði dagmamman mér að hún hefði legið alla helgina með pest!
Þá bíður maður spenntur eftir því hver verði næstur í röðinni af okkur???

Kveðja,
Sverrir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home