mánudagur, mars 05, 2007

Vigtun...


Í dag kom ljósmóðirin í heimsókn og viktaði litla manninn okkar. Hann er enn að þyngjast og vó núna 4.210 gr. Þess má geta að rétt fyrir mælingu náði hann að létta töluvert á sér, bæði meig og skeit á síðustu stundu. Hann hefði sennilega náð í fjögur og þrjú ef hann hefði haldið í sér :-)
Það gengur annars allt vel á heimilinu, allt hreint og fínt og fólki er alveg óhætt að kíkja í heimsókn. Igga getur bakað á milli gjafa og kökurnar hennar eru bara ágætasta brauð og slær bakraísbakkelsinu ekki slöku við.

4 Comments:

At 05 mars, 2007 22:33, Anonymous Nafnlaus said...

Það var nú klókt af ykkur að hafa færslu dagsins í tvennu lagi! Fyrst er sagt frá óskemmtilegum veikindum og svo er öllum boðið í heimsókn!!!!!

Hér eru menn með hósta og leiðindi þannig að ég held mig frá ungviðinu í bili.

Gott að sjá myndir á netinu - því breytingarnar á Stubbi litla eru miklar frá degi til dags :)

 
At 05 mars, 2007 23:14, Anonymous Nafnlaus said...

vonandi er sætabrauðið ekki orsök veikindanna úr færslunni á undan ;)

 
At 05 mars, 2007 23:22, Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist maður sé bara að verða fullorðinn !! farinn að kreppa hnefana og tilbúinn í slaginn.
kv. amma á Hólmavík.

 
At 06 mars, 2007 12:15, Anonymous Nafnlaus said...

Ég borðaði engar kökur á sunnudag þannig að það eru ekki þær. Hins vegar át ég slatta af sælgæti sem ég hafði ekki gott af og gæti það verið ein orsökin af þessu óláni.

Strákurinn er allur að mannast, farinn að horfa í kringum sig og taka eftir(allt annað að hafa bæði augun opin samtímis).
Sverrir

 

Skrifa ummæli

<< Home