fimmtudagur, mars 08, 2007

Skautaferð í Laugardalinn


Í gær fórum við á skauta. Þ.e. fjórir fóru á skauta, mamman og lillinn fóru ekki með. Þannig var að foreldrafélagið í bekknum hans Benna skipulagði ferðina sem endaði með pizzum fyrir alla, systkyni og foreldrar voru með.
Ásbjörn og Benni skautuðu allan tíman og ég hélt á Brynhildi meira og minna á svellinu en ég var að sjáfsögðu á skautunum mínum, kemur sér vel að hafa fengið skauta í afmælisgjöf fyrir 15 árum!!
Þetta var príðilega heppnuð ferð og allir skemmtu sér vel. Fyrst var kveikt ljós á svellinu en svo var slökkt og þá var diskókúla í loftinu og litaljós, svaka fjör.
Við fórum svo heim klukkan 19, vorum búin að vera síðan klukkan 17.

Sverrir

2 Comments:

At 08 mars, 2007 21:30, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er flott mynd og gott framtak
að fara með bornin á skauta.

 
At 09 mars, 2007 20:04, Anonymous Nafnlaus said...

En gaman !! að er langt síðan maður hefur skellt sér á skauta!!

 

Skrifa ummæli

<< Home