mánudagur, mars 19, 2007

Börn okkar systkyna og eitt til.



Efstur er Benedikt, næsta röð frá vinstri: Ásbjörn, Kristbjörg Ásta,Sölvi, Margrét Edda, Aron Elís og Marteinnn Aldar.
Frá vinstri:Elmar Logi, Brynhildur, Guðmundur Hafsteinn og svo er systursonur Þrándar, Daníel.

Já á sunnudagskvöldið hittumst við systkynin heima hjá Rakel og borðuðum saman. Við Skógarásarnir fórum um kl. 5 til þeirra og náðu krakkarnir okkar að leika sér við Ljósalandsliðið aðeins áður en Dalsgerðisliðið kom úr kaffiboðinu sem þeim var boði í. Það var svo líf og fjör eftir að allir voru komnir í hús, minnti mig svolítið á íþróttakennsluna hérna áður fyrr, fékk svona „flassback" úr íþróttahúsinu.
Svo var liðið myndað, svona í tilefni af því að allir voru á svæðinu. Þetta verður svo endurtekið í hvert skipti sem við hittumst með öll börnin. Það verður gaman að eiga þessar myndir og bera þær saman þegar við/þau eru orðin gömul.

2 Comments:

At 19 mars, 2007 22:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er myndin af okkur systkinunum...svona til að bera saman við gamla mynd!!

Frændinn á myndinni heitir Daníel, Sindri bróðir hans er á tvítugsaldrinum núna!

 
At 19 mars, 2007 22:55, Anonymous Nafnlaus said...

Ok, ég breyti því...

 

Skrifa ummæli

<< Home