fimmtudagur, mars 15, 2007

Haglél sem segir sex...

Í gær skruppum við í búð. Igga hljóp inn á meðan við feðgar biðum í hlýjunni í bílnum. Á þessum stutta tíma kom þetta líka rosalega haglél. Það dundi á bílnum og ég sá þar sem fólk forðaði sér inn í búð á harða hlaupum (mjög fyndið).
Þegar við komum heim sáum við hvernig hagl hafði fallið í Skógarásnum. Á svölunum hjá okkur voru þessar svakalegu kúlur og voru þær töluvert stærri en þær sem fólkið var að hlaupa undan við búðina nokkru fyrr.
Ég fór út á svalir og tók stærstu kúluna sem ég sá, fór með hana inn og mældi með reglustiku. Kúlan hafði aðeins bráðnað í lófanum á mér en var samt rúmlega 10 mm að þvermáli (1 sm)!
Ég ákvað svo að fara með reglustikuna út og mæla þetta betur og þetta var afraksturinn.
Ég held að þetta séu stærstu högl sem ég man eftir að hafa séð (fyrir utan haglið sem var í myndinni „Day after tomorrow").

2 Comments:

At 15 mars, 2007 16:58, Blogger Ester said...

Mæla haglél með reglustiku!!! ...þú þarft virkilega að finna þér eitthvað áhugamál Sverrir ...líma saman módel eða eitthvað svoleiðis.

hahaha :D Kveðja: Ester

 
At 15 mars, 2007 18:18, Anonymous Nafnlaus said...

Það gætu nú komið á mann rauðir blettir fengi maður þetta á beran skallann!

 

Skrifa ummæli

<< Home