föstudagur, mars 09, 2007

Hott, hott á hesti...

Í dag var blíðskaparveður, stillt og þokkalega heitt. Við fórum seinnipartinn til ömmu Þuru og Péturs í kaffi og tókum þann litla með. Pétur(sem er að verða níræður) hafði farið með Bjarna bróður ömmu út á Granda til að kaupa fisk og komu þeir stuttu eftir að við komum.

Eftir kaffið fórum við heim en á leiðinni sáum við hesta í Víðidalnum og komum þar við. Fólk var þar að nýta góða veðrið og var í óða önn við að ríða út. Við stoppuðum hjá einum reiðskólanum og kíktum á hrossin. Brynhildur var svo spennt að hún skrækti af kæti og minnstu mátti muna að hún fældi hestana. Henni var svo boðið að setjast á bak en hún þáði það EKKI mjög pent.

Þegar við vorum svo að fara var mikið grátið, eða þannig, Binna var ekkert hress að þurfa að fara þegar hún var rétt að komast í gírinn.

4 Comments:

At 09 mars, 2007 20:07, Anonymous Nafnlaus said...

hún á eftir að vera mikill dýravinur :)

 
At 10 mars, 2007 11:45, Anonymous Nafnlaus said...

alveg eins og mamman bara...

 
At 10 mars, 2007 14:15, Anonymous Nafnlaus said...

Sá stutti bara farinn að skoða heiminn!! Um að gera að nota fæðingarorlofið:)

 
At 10 mars, 2007 17:16, Anonymous Nafnlaus said...

Já, hann var nú bara sofandi með pabba sínum inni í bíl á meðan þær mæðgur skoðuðu hrossin.
Sverrir

 

Skrifa ummæli

<< Home