sunnudagur, mars 11, 2007

Gamli minn



Sæl öll

Þá er komið að mér að blogga, Sverrir er reyndar skemtilegri penni finst mér.
Við Mía (Binna) og lilli erum ein heima núna, við ætluðum með Sverri en það er bara svo vont veður að ég vildi ekki taka litla út. Sverrir er á 100 ára afmæli ÍR. Hann fékk bréf í vikuni um að þar yrðu veittar ýmsar heiðursviðurkenningar, og hann yrði á meðal þeirra sem ÍR vildi heiðra. Það fyrsta sem ég hugsaði þarf maður ekki að vera eldri til að fá heiðursviðurkenningu? En svo fattaði ég að hann er orðin helv.. gamall :)
Það verður gaman að vita hvað fór fram þarna þegar hann kemur heim. Ég læt vita þá.

En eins og ég sgði þá er ég ein með yngstu börnin, Brynhildur reynir að príla uppí vagninn hjá lilla og var að enda við að reyna troða poppkexi uppí hann. Ég verð bara að standa vörð hjá vagninum á meðan lilli er vakandi.

Einhverra hluta vegna er ég að drepast í öxlini og herðunum, alveg uppí háls. Ég hélt að þetta væri vöðvabólga en þetta er búið að vera svona í 2 vikur, og ég vakna upp á nóttuni með hausverk og er farin að taka verkjalyf, eittthvað sem ég geri aldrei. Hlálp!

Jæja Brynhildur er farin að henda sér í gólfið hérna, ég skrifa meira næst.

Igga

2 Comments:

At 11 mars, 2007 14:46, Anonymous Nafnlaus said...

stuð hjá minni :) já það verður gaman að heira hvernig þetta var hjá sverri!! --leiðinlegt að veðrið er svona og að þið gátuð ekki farið með !! bæ í bili ... OLGA

 
At 11 mars, 2007 21:05, Anonymous Nafnlaus said...

Það hlýtur nú að vera hægt að setja mynd af heiðurviðurkenningunni á heimsíðuna....svo maður sjái nú allt þar!!!!:)
Já það er nóg að gera í fæðingar"orlofinu".....!

 

Skrifa ummæli

<< Home