mánudagur, mars 12, 2007

Hvað á barnið að heita?


_ _ _ _ _ _ _ _ / _ _ _ _ _

Þá er komið nafn á drenginn. Eftir miklar vangaveltur og púsluspil þá fannst nafn sem hæfir þessum unga manni. Við erum nokkuð ánægð með það og ákváðum að hafa eitt aukanafn með en það er aðeins styttra.
Nafnið kemur ekki strax á netið en þeir sem eru forvitnir geta komið í heimsókn til okkar og fengið að vita. Þá er einnig hægt að hringja í okkur en þá verður aðeins fyrra nafnið gefið upp.:-)

7 Comments:

At 12 mars, 2007 21:18, Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær á að skýra prinsinn???

 
At 12 mars, 2007 21:19, Anonymous Nafnlaus said...

Teppódór varð þá fyrir valinu :)

 
At 12 mars, 2007 22:12, Anonymous Nafnlaus said...

Ég giska á Ingiberg Árni passar það ekki í línurnar ?? kveðja Hafrún

 
At 12 mars, 2007 23:57, Anonymous Nafnlaus said...

Nú verð ég að fara að kíkja í heimsókn!!!!

 
At 13 mars, 2007 11:43, Anonymous Nafnlaus said...

Nokkrir hafa hringt til að forvitnast og flestir látnir giska áður en þeim er sagt! Enginn hefur haft það, nema pabbi en hann fékk nafnið sent í gátu sem hann þurfti að ráða til að fá nafnið:-)
Skírnin er ekki ákveðin ennþá, hún er allavega ekki á næstunni.
Sverrir

 
At 14 mars, 2007 17:35, Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með drenginn :)

 
At 15 mars, 2007 17:32, Anonymous Nafnlaus said...

giska að eftirnafnið se annaðhvort Daníel eða Pétur :)
Kv. Birgitta Dröfn

 

Skrifa ummæli

<< Home