sunnudagur, mars 11, 2007

Rós eða prjónn í hnappagatið???

Ég get nú ekki sagt að þessi heiðursviðurkenning sem ég fékk í dag hafi nú verið einsdæmi. Þetta var sem sagt viðurkenning á því að ég hafi starfað í þágu félagsins í ákveðinn tíma, og var það sem sagt silfurmerki ÍR sem ég fékk. Það voru 50 aðrir sem fengu sömu viðurkenningu hjá félaginu sem er flott þar sem ÍR er eitt stærsta íþróttafélag borgarinnar.
Það eru hins vegar aðrar viðurkenningar sem ég sækist eftir núna og eru þær veittar innan veggja heimilisins. Þær getur verið auðvelt að fá frá degi til dags en oft á tíðum einnig mjög erfitt. Heimilisviðurkenningar nælir maður hvorki í jakkalaf eða bindi eða hengir um háls eða upp á vegg. Þessar viðurkenningar ber maður með sér hvert á land sem er án þess að þær verði manni íþyngjandi (rosalega er maður orðinn skáldlegur).
Þessi mynd var tekin af okkur þegar ég kom heim eftir að hafa tekið við ÍR prjóninum. Þarna er ég með þær viðukenningar sem ég þarf!

1 Comments:

At 12 mars, 2007 21:17, Anonymous Nafnlaus said...

Og þessar viðurkenningar stækka og verða fyrirferðameyri með hverjum deginum, en prjóninn ekki.
Kv. Signý.

 

Skrifa ummæli

<< Home