föstudagur, mars 16, 2007

Helgin rétt að byrja...

Það er búið að vera gestasamt í kotinu undanfana daga. Hjúkk, og við sem héldum að fólk væri búið að gleyma okkur... við búum í Reykjavík!!!
Heiða og Kalli komu í hádegiskaffi til okkar, langt síðan þau komu, enda búsett á Hólmavík og ekki á hverjum degi í bænum. Þau komu fimm saman, voru með sína fylgifiska með.
Friðgeir bróðir og Inga komu svo í seinna kaffið. Þau voru með allt sitt lið, fimm að tölu. Ennþá lengra síðan þau komu til okkar, enda búa þau á Akureyri og alls ekki alltaf í bænum. Brynhildur var rosalega hissa þegar hún kom heim og sá allt þetta fólk heima hjá sér. Var frekar feimin til að byrja með en svo fór það fljótt af henni.

Við erum núna mikið að horfa á fólk sem kemur til okkar(sjáum alla koma út um eldhúsgluggann), sérstaklega fólk með stóra fjölskyldu, því við erum að velta því fyrir okkur hvernig við sjálf lítum út þegar við komum í heimsókn til ykkar. Við erum nefnilega orðin 6 talsins!!!
Ég ímynda mér að við lítum út eins og í Dressmann auglýsingunni, göngum þétt saman skellihlæjandi þannig að það líti út fyrir að atriðið sé sýnt hægt (stuttir fætur hafa þessi áhrif á sýn fólks á göngulagi):-).
Svo er það bara hvernig þið sjáið okkur???

Á laugardagskvöldinu verða Friðgeir, Inga og fjölskylda í mat hjá okkur og Igga ætlar að harka á leigubílnum aðeins um kvöldmatarleytið(skutla Olgu og Hafþóri á árshátíð).

4 Comments:

At 16 mars, 2007 22:23, Anonymous Nafnlaus said...

xy

 
At 17 mars, 2007 21:03, Anonymous Nafnlaus said...

Stærðfræðitáknin urðu að duga í gær. Myndirnar eru góðar. Fáum kannske nýjar fljótlega.

 
At 18 mars, 2007 13:57, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir skuttlið í gær :) þvílíkur munur að þekkja svona stórfjöskyldu!! því þeim fylgir stór bíll :) ... og takk fyrir meik-uppið , mega flott ! kv OLGA

 
At 19 mars, 2007 21:27, Anonymous Nafnlaus said...

já, ég er einmitt að hugsa um að láta ykkur ekki hafa nýja heimilisfangið mitt þegar ég flyt í vor ;) hahaha

 

Skrifa ummæli

<< Home