miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Binna Slösuð



Hér eru myndir að Brynhildi eftir fallið hjá dagmömmuni í gær.

Er þetta of mikið til að byja með?

Ég er að byrja vinna í Selásskóla, fæ þar starf sem sjálfboðaliði.... nei þetta heitir víst skólaliði :) en er á mörkum þess að vera sjálfboðastarf, ég er að fá jafn mikið fyrir þetta eins og ef ég væri á atvinnuleysisbótum. En ég verð að komast út og vinna ég missi annars geðheilsuna. Svo ákvað ég að skella mér í MK og læra bókhald og viðskipti, fer á skrifstofubraut. Sverrir verður húsmóðirin í vetur og ég læt mig hverfa ofan í skólabækurnar á kvöldin.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Binna brjálaða


Margt gerist á einum degi

Þegar ég vaknaði í dag, var að vinna í nótt, þá fékk ég fréttirnar hjá Frúnni að hún væri búin að ráða sig í vinnu, skrá sig í skóla og þetta ætti allt að byrja á föstudaginn!
Þetta er bara ágætt, þá get ég kannski keypt mér nýjan bíl.

Svo var litla prinsessan sótt til dagmömmunnar. Þegar hún kemur upp tröppurnar heima sé ég að hún er með þetta líka svakalega sár á enninninu!! Hún datt nefnilega hjá dagmömmunni beint á andlitið þegar hún var í gönguferð á stéttinni fyrir utan hjá henni.

Sverrir

komin með blogg!!!!

Við í Skógarás 13 verðum að vera eins og allir hinir og reyna blogga svolítið.