sunnudagur, september 24, 2006

Helgin

Það á að vera kósý (eins og Ásbjörn segir) heilgi hjá okkur Binnu. En núna er Sunnudagur, Sverrir var að vinna kvöldvakt í gær og aftur í kvöld. Þetta átti að vera fríhelgi en það gerist mjög sjaldan, frí um helgar er ekki til hjá þessari stétt. En teingdó komu í bæinn á föstudagskvöldið og við hittum þau í gær og núna eigum við von á þeim í heimsókn á eftir (skelli inn myndum á eftir). Ég var húsmóðir dau... í morgun, ég vaknaði kl 7 með Brynhildi og við bökuðum brauðbollur, svo erum við búnar að taka voða mikið til í dag.
Brynhildur þarf nauðsynlega að fara í klippingu (set myndir af því líka á eftir), en góðu fréttirnar eru að það er farið að glitta í klullur!! Og Sverrir greiðir henni og reynir að láta krullurnar koma í ljós, þetta er eiginlega mjög fyndið að horfa á þetta.
Meira kemur seinna í dag
Igga

miðvikudagur, september 20, 2006

Mikið að gera á stóru heimili

Brynhildur er búin að vera veik síðan á mánudag. Ég svosum vissi að hún yrði veik eftir réttirnar, því strákarnir urðu alltaf veikir eftir réttir. En ég fór í vinnu í dag, síðan áttti ég eftir að sækja liðið (Sverri líka), og þegar við vorum að renna í hlað hér heima var klukkan orðin 5 og þá þurfti ég að bruna með Ásbjörn á sundæfingu. Og við komum heim um half sjö. Þetta er fj... mikið, en ég læt mig hafa það (vildi samt geta fengið mér öl svona þegar börnin sofna:)). Núna er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna í 2 tíma að læra og ég er farin að bulla. Ég held að ég skelli mér í bólið.
Góða nótt
Igga

þriðjudagur, september 19, 2006

Sónar í dag.

Ég fór í sónar í dag!! Og hvað haldið þið ég er sett 19. febrúar. Kynið hmm... bíðiði ég ætla að spyrja Sverri hvort ég má segja..............bíða enþá......... hann er svoldið montinn með dagsetninguna sko.... já það er STRÁKUR
Við fórum í réttir á Hólmavík um síðustu helgi. Við tókum Sölva og Aron með okkur, og Aron er gott efni í bónda, hann var fljótur að læra þetta. Sölvi aftur á móti er svo mikill berjakall að hann átti það til að gleyma sér í berjatínslu, en fékk að taka með sér heim alblóðugt horn af lambi, mömmu sinni til mikillar gleði. Benni er farin að þora draga lömbin og er duglegur að hlaupa um túnin á eftir rollunum, hann og Aron voru sendir með Sverri lengri leiðirnar. En Ásbjörn fór með afa sínum og ég sá ekki betur en hann væri komin á háhest eftir nokkra spöl. En annars var hann í göngugreiningu í dag og er með ilsig og skakkann hæl þannig að það er ekkert skrítið þótt hann geti lítið gegnið.

Takk í dag
Igga

laugardagur, september 09, 2006

Helgin

Jæja þá er þessi törn búin. Ég fór í skólann í gær og í dag og var til 5 báða dagana. Það gekk vel ég held að ég þurfi svona trukk til að byrja og komast inn í þetta. Hafþór og Olga björguðu okkur í gær með pössun. Sverrir er búin að vera á kvöldvöktum þessa helgin og er þá að vinna frá half 5 til 5 og ekki gat ég farið að vekja hann til að vera með krakkana í morgun og varð að fá Kristjönu vinkonu mína til að koma og vera til hádegis. En þegar ég kom heim var Brynhildur voðalega dösuð, og hún slappaðist þegar fór að líða á, og er núna með 39 stiga hita og er búin að sofa meira og minna síðan kl 6 í dag. Hún vaknar reyndar á 10mín fresti á orginu en hættir svo þegar ég kem og kem við hana (móðursjúk). Strákarnir eru hressir, reyndar fékk Ásbjörn í magann eftir að hafa stolist í nammiskápinn í dag. Svo er planið á morgun að reyna komast í afmæli til Sölva, ég vona að Brynhildur komist nú eitthvað. Annars verð ég að senda strákana (líka Sverri), og þá fæ ég enga köku :(
Bless í bili
Igga

föstudagur, september 08, 2006

Mynd af Ásbirni



Ásbjörn Nói í dag. Hann var að klára að borða pizzu.

fimmtudagur, september 07, 2006

Svona er Benni í dag



Benni er alveg eins og krimmi svona

sæl öll sömul

Úbbs!
Ég var búin að gleyma þessari síðu. Ég er byrjuð að vinna í Selásskóla og er að vinna 100%. Þetta er þvílíkur munur að vera vinna, en það reynir svoldið á taugar og þol. Einhverjum datt í hug að setja mig hjá 6 ára krökkunum, og þá aðallega að gæta stráks sem er með einhverjar greiningar á bakinu, m.a. er hann með áráttu og svo er hann oft í örðum heimi t.d. í dag borðaði hann kóngulær og blóm. Svo er ég að byrja í skólanum á morgun, ég verð þar á morgun og á laugardag, en svo tekur við fjarnám. Úff ég er að taka 4 fög, heimilið verður bara að bíða á meðan og þið fáið bara bónuskökur og ekkert heimatilbúin á meðan. Benni snillingur átti að fara að sofa í gær, hann var svo furðulega þægur, hann burstaði og fór að lesa og slökti ljósin,,,, hmmm án þess að kvarta eitthvað… en svo fór ég inná klósett og sá hár út um allt!!!! Ég fór inn til Benna og þá var hann með buff á hausnum, ég tók það af og þá var hann búin að klippa sig !!!!!aaarrrrgg. Ég var að snoða hann í dag og núna er hann eins og Sverrir :) Við vorum líka að kaupa bíl, það er Chrysler, town and counrty 7 manna bíll, með sjónvarpi og öllum nýjustu tækni undrum. Ég get sett spólu í tækið og krakkarnir horfa á með þráðlausum heyrnatólum!!! (draumur allra foreldra)
Bless í bili
Igga