laugardagur, desember 30, 2006

30.des



Hæ öll

Það er búið að vera frekar rólegt hjá okkur hér í Skógarási um jólin.Við fórum í jólaboð til Rakelar á fimmtudag, þar voru stödd föðurfjölskylda Sverris og var mikið fjör. Krakkarnir voru þvílíkt að leika sér og höfðu mikil læti, sem betur fer er húsið með neðri hæð þar sem þau voru. Það var ágætt að fara í allavega eitt jólaboð, eins og ég sagði þá hefur verið rólegt hjá okkur, engin hefur komið í heimsókn og ég sé ég fram á að borða allar jólakökurnar sjálf. Ég var samt að spá í að setja þetta bara allt saman í frost og bjóða uppá þetta í afmælinu hans Sverris í febrúar J

Talandu um Sverri, við áttum brúðkaupsafmæli í gær, hver haldiði að hafi gleymt því? ÉG……….. er það ekki yfirleitt kallinn sem gleymir svona löguðu? Ég skammast mín pínu sko, en ég bæti það einhvernvegin upp.




Hér eru nokkrar jólamyndir, Benni og Ásbjörn voru mjög æstir þegar kom að því að opna alla pakkana.
Binna var ekki á því að láta taka af sér mynd með jólasveininum. Hann var að koma með jólapóstinn.

laugardagur, desember 23, 2006

Þorláksmessa

Sæl öll sömul
Við Skógarásfólkið erum stödd á Hólmavík núna. Við lögðum af stað í gær um níu og vorum komin rétt eftir eitt. Við notuðum daginn til að heimsækja Ingu frænku á elliheimilið og strákunum fannst frábært að hún er næstum hundrað ára (96 held ég). Hún sagði þeim að hún hefði séð Grýlu þegar hún var ung. Við fórum inná Ós og sáum risavaxin hund, sem heitir Lufsa og er eins og kálfur.

Í dag vaknaði ég um sex og mætti mömmu niðri, við gátum ekki sofið fyrir háfaða í rokinu. Enda horfðum við á vegginn sem er úti á palli fjúka. Við vöktum Sverri og sendum hann út til að ná í vegginn áður en hann færi á bílana. Strákarnir vöknuðu við lætin og sáu sjóinn ganga yfir bryggjuna og hafa aldrei séð annað eins. Hér á Hólmavík fauk ýmislegt í nótt, t.d. skúr sem fauk upp og líklega hefur hann farið yfir girðingu og pommpað niður hinumeginn. Það verða öruglega sttar myndir af þessu á strandir.is Við eigum eftir að fá tjónaskýrslu frá Ósi en fréttum að þakplötur af gömlu fjárhúsunum fuku.

Ásbjörn fór með afa sínum í klippingu og kom til baka með stutt hár. Hann hafði skoðað myndir á stofuni og langaði að vera með stutt núina. Ég er að fara með Benna núna í snyrtingu.

Gleðileg jól

Igga

miðvikudagur, desember 20, 2006

jólin koma



Ég er búin að vera sveitt í jólaundirbúningi. Jólatréið er komið upp (verð að venja Binnu við), svo förum við norður á föstudaginn. Sverrir er að byrja í fríi á morgun og fer á næturvakt 26. des. Hann hefur ekki fengið svona langt frí síðan í sumar, og á þetta alveg skilið að mínu mati miðað við alla yfirvinnuna sem hann er búin að vinna í allann vetur.


Við reyndum, endurtek reyndum að taka jólamyndir af börnunum. Við dressuðum þau upp og settum gel í hárið, og byrjuðum að smella. Tókum 50 myndir en engin nothæf dæmi: sjá mynd


Á sunnudag var okkur boðið á jólaball hjá KB banka. Þetta var flottasta jólaball sem við höfum farið á, við fengum tertur og börnin fengu gjafir (nylon diskinn og dvd með jólasveininum). Það voru sex jólasveinar á svæðinu og svo kom Grýla. Brynhildur var ekki á því að tala við jólasveininn en henni fannst gaman að horfa. Jólasveininum var ekki sama þegar Binna byrjaði að grenja, en athugið að Grýla stóð við hliðina á Sverri.
Kveðja Igga

sunnudagur, desember 10, 2006

Jólaföndur og húsdýragarður

Við fórum í jólaföndur um síðustu helgi, eins og sést eru þeir bræður yfir sig spenntir.

Við fórum líka í húsdýragarðinn og í fjósinu fundum við þennann stól, vorum að spá í að stinga honum inná okkur. Hann fer svo vel við borðstofuborðið okkar.

Sunnudagur


Ég átti góðan dag með Binnu, þó var lokaspretturinn með svita og tárum. Við vöknuðum klukkan átta eins og vanalega um helgar, þetta var í seinna lagi. En hvað um það ég bakaði mömmukökurnar sem höfðu verið á döfinni í marga daga. Síðan fórum við í jólaþorpið í Hafnafyrði, þar dönsuðum við í kringum jólatréið með Grílu og jólasveininum. Brynhildi leist bara ágætlega á þau (ef þau komu ekki of nálægt). Við fórum í kaffi til Guggu frænku, og þar fékk Brynhildur krem í skeið. (Sjá meðfylgjandi mynd, tek það fram að á myndinni var hún rétt að byrja því peysan var ekki hvít þegar við fórum).
Við enduðum svo á því að skoða Emmu litlu hennar Kristjönu, hún er 5 vikna og Brynhildur skilur ekkert afhverju hún vil ekki mandarínu og hún var svoldið mikið að reyna að bruna með hana í vögguni. En Það er samt frábært að sja svipinn á Binnu þegar hún horfir á svona lítið barn, hún verður svo fullorðinsleg.
Kvöldið átti svo að verða rólegt, ég átti eftir að taka tímapróf í tölvum og hafði hugsað mér að gera það um níu leitið, en nei. Binna grét og grét og vildi ekkert borða og var alltaf að toga í tunguna á sér. Þá sá ég að hún er með litlar blöðrur eða bólur á tunguni. Ég hringdi í dr mömmu og fékk svör um að þetta væru ekki einkenni á alvarlegum sjúkdómi, þannig að henni var skelt í bólið og það tók einn og hálfan tíma að svæfa. Ég var að farast úr stressi með að ná að gera þetta próf (varð að skila fyrir miðnætti). En það tókst og ég dunda mér fyrir framan sjónvarpið og set krem á mömmukökurnar.
Góða nótt
Igga