mánudagur, janúar 29, 2007

Það er að koma febrúar!

Jæja veikindum er vonandi lokið. Þegar Brynhildur var rétt farin að jafna sig, þá veiktist Benni. Hann fékk 40 stiga hita og var heima frá mánudegi og fór í skólann á fimmtudag. Við Sverrir erum með bullandi kvef, en það er víst ekki talið með.

Ég er byrjuð í skólanum á fullu, það gengur hægt að læra. Þetta er aðeins meira en síðast. Ég ætlaði að vera rosa dugleg og nota morgnana til að læra en ég las einhverstaðar að eftir 37. viku á meðgöngu ætti að hvíla sig eins mikið og maður getur. Ég tók það bókstaflega og hvíli mig mikið. En ég næ þó að klára verkefnin á réttum tíma.

Um helgina var Sverrir á næturvöktum og það þýddi að ég var ein mest alla helgina með krakkana. Á laugardagsmorgunin sat ég í ruggustólnum góða, með svo mikla samdráttaverki að ég var nærri búin að vekja Sverri eða hringja í mömmu (eins og hún gæti gert eitthvað) og byðja hana að koma og hjálpa mér. En þetta gekk yfir, ég klæddi börnin og fór til Siggu frænku, og var þar í tvo, þrjá tíma. Síðan fór ég til Esterar (hún átti afmæli) og þá var ég hressari og gat hakkað í mig tertum.

Strákarnir berjast um að leika við Óðin (son Esterar), hann er að verða sjö ára. Þegar Ásbjörn kemur einn með mér þangað þá leika þeir sér saman, en þegar Benni er með þá er Ásbjörn útundan og Benni og Óðin ná vel saman. Ásbjörn er búin að eiga svolítið bágt, ég held að hann viti að annað barn er að koma og þá verður hann ekki lengur litli strákurinn. En við verðum að vera duglegri að vera með honum, og láta hann fá alla athyglina. Hann þarf á því að halda held ég.

Jæja ég verð að fara halda áfram að læra. Og lofa að vera duglegri við að blogga.

Igga

sunnudagur, janúar 21, 2007

Veikindi

Ég er byrjuð aftur í skólanum, nú horfi ég ekki lengur á sjónvarpið. En ég hlakka svolítið til að hella mér aftur í þetta.

Brynhildur fór í 18mán skoðun á miðvikudag, þá var hún svo kvefuð að læknirinn vildi ekki sprauta hana. Um kvöldið kom hiti og næsta dag fór ég með hana og lét hlusta hana. Þá var hún komin með lungnabólgu :/ Og Binna litla er komin á pensilín í fyrsta skipti. Hún ældi að vísu þegar við reyndum að gefa henni það, en hún er að venjast þessu og kúgast ekki eins mikið núna. Hún fékk líka púst og henni finnst hún rosa dugleg að anda því að sér. Hún er orðin jafn pirruð og ég á því að hanga inni, í dag kom ég að henni uppí glugga að kalla á krakkana sem voru úti, og síðan náði hún í eitt sígvél og einn skó og fór í og sagði út!!
Ásbjörn er nýbúin að jafna sig á eyrnabólgu, hann var með hita fyrst en ég var með hann heima í þrjá daga í síðustu viku. Honum fannst það ekki leiðinlegt. Reyndar langaði honum út að renna, hann fékk að fara smá þegar hann var hitalus. Mér finnst leiðinlegast að komast ekki að renna sjálf, ég þori ekki eftir bilturnar í fyrra.



Igga