fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jólin koma.....

Núna er ég komin með jólafílíng. Ég plataði Sverrir til að mála herbergið hans Ásbjarnar og ætla að flytja Benna þangað og Ásbjörg í hurðarlausaherbergið. Benni verður að fá frið fyrir litlu börnunum. Sverrir er semsagt sveittur að mála alla frídagana.

Ég er farin að vinna hálfan daginn, eða er til eitt alla daga. Ég get ekki verið að skúra mikið núna, og það er það sem þetta starf gengur útá eftir hádegið.
Svo eru prófin að byrja hjá mér, en þetta eru nú ekki nein próf þannig séð, ég geri þetta allt heima í tölvuni. Mér hefur líka gegnið mjög vel í skólanum, er bara svolítið monntin yfir því.

Þannig að næst á dagskrá hjá mér og minni er að koma upp jólaseríunum um helgina og fara svo að byrja baka, ég geri það nú sjálf, ég teysti ekki Sverri í það :)

Kveðja
Igga

laugardagur, nóvember 11, 2006

Snjórinn er komin.


Brynhildur byrjaði daginn með því að vekja mig klukkan sjö í morgun. Við vorum komnar úr fyrir tíu. Ég fór aðeins með hana út í rokið í gær, og henni fannst svo gaman að ég varð að fara með hana út á svalir þegar við vorum komnar inn aftur. En í dag fórum við í göngutúr með snjóþotu. Brynhildur vildi bara sitja og rennna, það var ekki séns að fá hana til að setjast í snjóinn.
Versta við þetta allt saman er að strákarnir eru hjá pabba sínum og missa af öllum krökkunum sem eru hér fyrir utan að renna sér. Ég vona bara að snjórinn haldi sér aðeins. Hann mætti alveg vera fram í janúar mín vegna.

Friðgeir átti afmæli 1. Nóvember, Ásbjörn varð 5 ára 3. mamma átti afmæli 9. Nóvember og Aron 10. Til Hamingju öll sömul

Við erum að fara í afmælisveislu til Hrafnhildar(átti afmæli 9.) hennar Kiddu, og síðan förum við í veislu til Arons. Brjálað að gera í dag.

Kveðja Igga

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Fimmtudagur :)

úff, alveg að koma helgi.
Ég vil byrja á því að bölva nýju vírusvörnini okkar. Hún byrjaði á því að blokka netið úti, hmm... (hefur hugsað, þetta er hættulegt). Svo við vorum ekki með netið í nokkra daga. Síðan er heilmikið mál að ná í öll verkefnin sem ég á að gera á netinu. Og síðast en ekki síst, þá get ég ekki farið á núið!!!!!!!!!! Helv.. vírusvörnin hleypir því ekki í gegn!

Nýjasta nýtt hjá Brynhildi er að setja í þvottavélina, ég horfði á hana áðan raða þvottinum, loka og stilla vélina. Ég mátti passa mig að skella ekki uppúr, hún móðgast frekar auðveldlega. En það sem ég lærði í dag er að fara helst ekki með hana í bíl. Hún byrjar að grenja áður en við komumst út úr götunni. Ég skrapp inní Hafnafjörð til Guggu í dag, og Binna var á öskrinu alla leið. En um leið og bíllinn stansaði þá hætti hún. Ég passaði mig að hafa hana sadda, þurra og með snuð og dót á leiðini til baka. En um leið og ég lagði af stað þá hennti hún öllu frá sér og byrjaði að væla. Ég lét hana væla alla leiðina heim, en um leið og ég drap á bílnum þá hætti hún og byrjaði að spjalla!!!

Bless í bili
Igga

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

frábær helgi

Ég fór semsagt til Glasgow með mömmu, Drífu og Önnu dóttur hennar. Þetta var bara eitt af því skemtilegasta sem ég hef gert. Ég held að ég hafi líka þurft á fríi að halda (frá þeim heima).
Við versluðum alla daganna, ég náði að kaupa næstum allar jólagjafir og spreðaði líka í veglegar gjafir fyrir mína menn. Svo auðvitað fríkaði ég út í einni stelpudeildinni, þegar ég var komin með fimm pör af buxum á Binnu, þá hugsaði ég mig um. Ég gleymdi að kaupa á hana jólakjól, eða fann ekkert sem mig líkaði. Ég sé hana ekki fyrir mér í prinsessu kjól, hún myndi bara rífa hann, hún er doldið óþolinmóð :)
Ég toppaði svo ferðina með því að kaupa mér jólafötin fyrir næsta ár (lét Önnu máta), ég er svo heppin að við Anna erum svipaðar á hæð og breidd (frískar).

Sverrir var heima með börnin. Það gekk allt saman vel, nema Brynhildur fékk hita á sunnudag og er enþá að jafna sig. Ég fer með hana til dagmömmunar á morgun, enda er hún farin að taka bíllyklana og skóna sína og fara að útihurðinni.

Bless í bili
Igga