laugardagur, október 28, 2006

Nýjasta nýtt


Við í Skógarásnum tökum því rólega núna. Sverrir var að byrja næturvaktatarnir og strákarnir eru í bústað með pabba sínum.

Við Binna vorum í dag að hjálpa Hafþóri og Olgu að flytja, ég er viss um að það var ekki mikil hjálp í okkur. En svo bættum við það upp eftir að Sverrir vaknaði, og við vorum að koma heim (kl 21). Til hamingju með íbúðina Hafþór og Olga!!!!!!!!!!!!

Myndin er tekin í afmælinu hans Ásbjarnar, ég set inn myndir af honum í afmælinu næst, var ekki búin að setja inná tölvuna. Pabbi sendi okkur þessa.

Ég er komin með ferða spenning. Núna fer minn tími í að læra og klára þau skil sem ég á að skila áður en ég fer út. Ég verð reyndar að klára það sem á að skila í vikuni þar á eftir líka, skilin eru á mánudögum.
Ég var látin í að leysa af í íþróttahúsinu í skólanum þessa vikuna og næstu. Það er fínt fyrir mig, þá næ ég að læra smá, þetta er svo rólegt þarna að ég sit og reikna alla morgna.

Núna er komin tími til að læra og þvo þvott (en spennandi líf).

Kveðja Igga

fimmtudagur, október 19, 2006

síðasti í 20 og eitthvað

Jæja nú er komið að því! Síðasti dagurinn í dag, svo verð ég ekkert unglamb lengur. Ég finn að það er eitthvað að gerast með hárið á mér (ekki lús), ég held að grái liturin springi út bráðum.
Ég og mamma erum að fara til Glasgow með Drifu bónda og Önnu 2. nóvember. Ég ætla að kaupa mér hrukkukrem og nælonsokka. Svo spreða ég í allar jólagjafirnar, föt á börnin og afgangurinn fer í ýmislegt fyrir Sverri (má ekki gleyma honum).

Það verður svosum ekkert afmælisboð hjá mér, mamma verður í bænum og teingdó koma líka um helgina. En ég verð með smá fínan mat á morgun, svo eru gestum og gangandi boðið uppá gulrótarsafa og epladjús, svo maður sleppi sér aðeins þá ætla ég að bjóða uppá Cider líka (djók). Allir eru velkomnir í skógarásinn, en ég nenni ekki að baka, því við ætlum að halda uppá afmælið hans Ásbjarnar á sunnudaginn.

Ég verð að fara drífa mig heim, er að stelast í vinnuni.
Bless að sinni
Igga

sunnudagur, október 15, 2006

Til Hamingju Heiða og Kalli

Ég átti viðburðaríkan dag. Heiða vinkona mín sem er búsett á Hólmavík, gisti hjá mér, og var í bænum að bíða eftir því að eiga barn. Hún var sett 24. október en það fór þannig að við fórum í kaffi til Kristjönu í morgun og áður en Heiða fékk sér sopa af kaffinu var hún komin með hríðir. Við brunuðum niðrá deild og innan við klukkustund síðar var fæddur drengur. Þetta er ótrúlegt, ég hef fætt 3 börn en að sjá fæðingu er frábært, ég var eiginlega í sjokki í allann dag. Drengurinn er alveg eins og pabbi sinn, og byrjaði að láta heyra í sér strax. Ég skrifa meira um þetta seinna (þegar ég hef jafnað mig), ég fékk líka mikla samúðarverki.

Kveðja
Igga

þriðjudagur, október 10, 2006

úbbs, ég gleymdi ykkur


Það er allt gott að fétta hjá okkur hér í árbænum.
Amma og afi frá Húsavík komu í óvænta heimsókn um daginn.
Hér er mynd af þeim með Brynhildi.

Benni átti afmæli 2. október, hann var mjög spenntur að fá að bjóða vinum sínum í veröldina okkar í smáralind á afmælisdaginn. Það var eins og í apabúri, drengirnir 12 sem mættu vissu nákvæmlega hvað þeir voru að fara að gera. Þegar þeir mættu voru þeir fljótir að vippa sér úr buxunum og voru í stutttbuxum og rifu sig úr sokkunum. Síðan voru þeir hlaupandi og með þvílík læti.

Ásbjörn er búin að ákveða allt í sambandi við sitt afmæli. Hann tók afa sinn á eintal og sagði honum hvar hann ætlaði að hafa nýja sjónvarpið sem afi hans átti að gefa honum. Hann fær samt ekki rosalegt afmæli, því ég verð ekki heima þessa helgi. Sverrir verður einn með börnin þrjú frá fimmtudegi til sunnudags. Ég verð að leika mér með mömmu annarsstaðar.
Ég hugsa að við höldum uppá afmælið samt sem áður, bara ekki um helgina.

.