Er þessi drengur líkur mér?

Við erum 6 í kotinu. Sverrir er pabbinn, Igga er mamman, Benni er elsta barnið sem er oftast úti að leika, næstur er Ásbjörn hann er rokkari, Brynhildur er eina stelpan en hún er alltaf með kúlu á enninu. Yngstur er síðan nýfæddi meðlimurinn en Brynhildur kallaði hann „teppi" þegar hún sá hann fyrst.
Strákarnir eru farnir frá okkur þessa vikuna og því svolítið tómlegt í kotinu, tveir fullorðnir og tvö lítil börn. Brynhildur er ekki vön þessu þ.e. að vera stóra systir og elsta barnið á heimilinu, aðra hverja viku. En þetta venst og hún er voðalega góð við strákinn, stundum einum of góð.
Í dag kom Olga í heimsókn, færandi hendi, var með alls konar dót í krukkum og piparkökur íJæja, þá eru tvær nætur liðnar með þann litla í heimahúsi.
...því frúin er orðin léttari-í lund.
Já, við svona sérstök tilefni, eins og 19. feb er, þá þarf stundum að senda út fréttatilkynningar. Þar sem komið er að mínum ómerkilega afmælisdegi þá er meiningin að halda Bolludaginn háttíðlegan í staðin, af því að hann er miklu skemmtilegri! Ég verð hins vegar heima eftir miðjan daginn, verð kominn heim úr vinnu, sprækur sem lækur.
Jæja þá er komið að mér að blogga á þetta Skógarása svæði!!!
Eins og komið er fram þá er hann „Bangsi" minn ekki enn full gerður, það þarf aðeins að fínisera línurnar betur á honum áður en honum er skilað út í þessa veröld. Þetta er allt í lagi ennþá. En ekki misskilja mig út af þessari fyrirsögn sem er á greininni hún segir EKKERT til um hvernig ástandið er á heimilinu. Að vísu er smá bjúgur að herja á líkamann á konunni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hvað varðar þessa morgun fýlu sem frúin var að ýja að í síðustu grein þá get ég varla sagt að hún sé tíu sinnum meiri en vanalega (þó ástandið sé eins og það er). Það er kannski tvisvar sinnum meira þegar yngsta afsprengið tekur sig til með morgunfýlu. Guði sé lof fyrir morgunvaktir, þar byrja ég kl. 07.00 í vinnunni og er farinn úr húsi kl. 06.30, á meðan aðrir meðlimir fjölskyldunnar eru enn að slefa í koddann:-)
Nei, án gríns þá er frúin enn þá jafn „bjútífull" og hún var þegar ég sá hana fyrst þó hún reyni að telja manni trú um annað. Við bíðum þolinmóð eftir að eitthvað gerist og ég er marg búin að segja frúnni að þessi megrunarkúr sé bestur, við köllum hann Febrúar-kúrinn.
Sverrir
Ég bíð og bíð. En ekkert virðist ætla að gerast. Í dag er ég búin að liggja og horfa á eina mynd. Ég er að reyna að vera róleg og ekki gera mikið. Það er víst sagt að það virki (að slaka á).